Sæl öll, er nú bara búinn að hafa það frábært með mínum nánustu síðustu daga, þar sem sólin nærir sál og líkama. Svo ég hef lítið verið að ergja ykkur með auðlinda áróðri en vil nefna eftirfarandi atriði :
- Brottkast er eitt stórt vandamál þjóðarinnar.
- Ísprósenta er annað stórt vandamál þjóðarinnar.
- Bygging á stærri og öflugum skipum er vandamál, vegna umhverfisáhrifa sem af þeim hlýst.
- Vinna færist á færri hendur og fyrirtæki er vandamál fyrir þjóðina sem bráðum fær enga vinnu.
- Stórt vandamál er að verð á fasteignum hækkar vegna samkeppnis við fjármagnseigendur, við hinn venjulega borgara.
- Innviðir þjóðfélagsins eru sveltir vegna gjafakvótakerfis þjóðarinnar.
- Bankarnir eru seldir á undirverði og aðrar mjólkurkýr þjóðarinnar þannig að hinn almenni borgari fær í bakið hærri álögur og skatta.
- Ríkisstjórnin nýtir að öllum líkindum veiruástandið fyrir flokksbundna og stærstu fyrirtækin í landinu á kostnað almennings. Kemur að skuldadögum.
Hér í landi er fólki sem varð fyrir slysi eða öðrum sjúkdómum. Gert hornreka í þjóðfélaginu og litið niður á það. Og það heppið ef það fær í sig og á, sitjandi út í horni þar sem enginn vill sjá það og er sama hvort það hefur þak eða mat.
Eðlilega er þetta allt saman svona
- Sjálftökuflokkar fá stjarnfræðilega háan kosningastyrk. Í viðbót við frjáls fjárframlög frá peningafólkinu.
- Peningafólkið er á undanförnum árum búið að kaupa upp útgerðir um allt land og fækka störfum.
- Það er líka búið að kaupa upp nánast alla fjölmiðla í landinu og fólk er heilaþvegið af auðvaldinu.
Þannig getur það stýrt landinu sér í hag með upplýsingum til fólksins eins og þeir vilja að fólkið geri næsta dag enda gott hagstjónartæki fyrir fjármagn þeirra og verðbólgu sem kemur fjármagni þeirra vel.
Svindlið í ónýta kvótakerfinu
Allur fiskur sem er landað með heimavigtunarleyfi er of lágt vigtaður og þorskurinn sem verður umfram er breytt í ódýrari tegundir til útflutnings og mismunur á verðlagi hjá kaupanda erlendis, þeim sjálfum. Færður inn á aflandsreikninga erlendis.
Tekjur sem áhöfn, ríkið, hafnir og þjóðin ætti að fá er stolið frá þjóðinni, beint fyrir framan augun á okkur.
Og verndað af okkar ráðamönnum.
Á meðan eru kotungarnir, smábáta- og trillukarlar eltir á röndum og fjárfest í drónum til að tryggja að þjóðin verði ekki fyrir bankaráni aldarinnar. Sem ósennilegt verður hægt að sanna að sé hægt að gera með slíkum veiðum. Rúmlega 700 kg. á dag í 4 daga á viku og hafa til þess 14 klukkutíma frá því þeir leggja frá bryggju. Og fá aðeins að nota 4 tölvurúllur. Sem afkasta takmarkað.
Þetta er náttúrulega bara ofríki og frekja að ætlast til að fá frelsi fyrir Strandveiðarbáta sem sannað er að geta ekki tortímt auðlindum þjóðarinnar með neinu móti.
En vissulega eru þessir sömu bátar ógn við stórútgerð vegna hversu ferskt hráefnið er sem kemur í land og hversu eftirsóknarvert það er um heim allan. Og er í þokkabót veitt með umhverfisvænasta veiðarfæri sem völ er á í dag.
Útgerðir vilja eðlilega kveða þá í kútinn, – borga smá meira í kosningasjóðinn og losna við þá.
Stóra vandamálið er einfaldlega að við erum svelt af ríkisstjórninni
Þeir tryggja að útgerð greiði nánast ekkert til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af hennar eign.
Enda vilja ráðamenn ekki styggja fjármagnseigenda styrkina, sem tryggir þeim áframhaldandi setu og sjálftöku, fyrir sína nánustu vini. Hvenær sem tækifæri gefst. Jafnvel í faraldri er hvert tækifæri nýtt til ýtrasta.
Ættu að skammast sín. Allt á kostnað fólksins í landinu. – Þetta er gert og teljast ekki mútur eða neitt misjafnt
Ekkert er pælt í heilbrigðiskerfinu. Bara allt í lagi að setja fullt álag á þau. Bara til að forréttindafólkið komist í aflands- villur sínar og á sólarströnd.
Hver borgar svo kostnaðinn við að skima og allan lækniskotnað sem hlýst af þessum leikaraskap til að elitan njóti sinna lífsgæða sem hún hefur byggt upp að stórum hluta fyrir gjafa auðlindir þjóðarinnar.
Hækka skatta á lítilmagnann ( þjóðina)og lækka skatt á fyrirtækin hjá elitunni enda dýrt að lifa á þeirra standard, allt gert fyrir til að fá styrki fyrir flokkinn.
Allavega dynur allur þessi kostnaður á heilbrigðisþjónustu okkar. Sem hefur hingað til ekki svo mikið þolað nefndar, kauphækkanir fyrir okkar frábæra heilbrigðisfólk sem hefur fórnað sér 100% fyrir þjóðina alla.
Ég ætla alla vega að þakka þeim fyrir mig.❤.
Það ætti að banna alla flokkastyrki og það ætti að vera hér himinháar sektir ef stjórnvöldum er mútað sem virðist viðgangast hér og víða annarstaðar í heiminum.
Hver flokkur ætti að þurfa að fjármagna sig innanfrá. Er það nokkuð ósanngjarnt þar sem nýir flokkar þurfa þess?
Af hverju. Væri það ekki bara sanngjarnt. ?
Er eðlilegt að hinir venjulegu launþegar landsins séu látnir greiða fyrir atvinnumsóknir tilvonandi þingmanna og ráðherra þjóðarinnar. ?
Vill fólk ekki sjá þetta breytast núna í haust.
Þá þarf fólk virkilega að mæta til kosninga og merkja við okkur XO Frjálslynda Lýðræðisflokkinn.
Jæja nóg komið í bili. Er alveg að missa af sólinni. Sólskinskveðjur. Magnús Guðbergsson
https://gamli.frettatiminn.is/12/02/2021/luxuslif-i-solarlondum-og-lifa-a-sameign-thjodarinnar-60-milljonir-fyrir-kvotaleigu/