4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Vegtollar geta orðið 400 þúsund krónur á hvern bíl

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Vegtollar á höfuðborgarsvæðinu, sem samgönguráðherra hefur kynnt sveitarfélögunum, geta orðið 400 þúsund krónur á ári fyrir mjög marga bíleigendur, einkum þá sem búa í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum – Til að þvinga fólk upp í strætó eru áformaðir vegtollar og svokölluð tafagjöld
Vegtollar geta orðið 400 þúsund krónur á hvern bíl

Fréttir um þessi áform eru sem blaut tuska í andlitið á bíleigendum. Nú þegar greiða þeir mun meira til ríkissjóðs með bílasköttum en ríkisvaldið leggur til vegamála. Á þetta hefur FÍB margsinnis bent og lagst gegn öllum hugmyndum um vegtolla.

Samkvæmt fréttum er áformað að leggja til 70 milljarða króna vegtolla á umferð um stofnæðar höfuðborgarsvæðisins á næstu árum. Verja á a.m.k. 125 milljörðum króna í borgarlínu en líklegt er að sú tala verði helmingi hærri.

Síðastliðin 12 ár hafa litlar sem engar framkvæmdir verið við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hefur íbúum fjölgað um rúmlega 40 þúsund. Sú fjölgun leiðir til sífellt meiri umferðartafa vegna þess að vegakerfið hefur ekki fylgt eftir.

Ríkisstjórnin lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 og innheimtur verður vegatollur yfir hana

En í stað þess að greiða fyrir umferðinni er þrengt að henni til að magna tafirnar. Töfralausnin er sögð „breyttar ferðavenjur“ með strætó og hjólreiðum. Til að þvinga fólk upp í strætó eru áformaðir vegtollar og svokölluð tafagjöld. Fyrir sæmilega efnað fólk skipta þær álögur minna máli, þannig að í raun er verið að gera efnaminna fólki illkleift að ferðast um á eigin bíl.

FÍB fagnar auknum valkostum í samgöngum. Staðreyndin er hins vegar sú að mikill meirihluti íbúa kýs að fara leiðar sinnar í einkabíl. Þar ræður veðurfar mestu, svo og vont skipulag sem kallar á meiri umferð en ella.

Það er óásættanlegt ef ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla með háum vegtollum og tafagjöldum að neyða almenning til að taka upp ferðavenjur sem aðeins henta litlum minnihluta segir FÍB.

Ofstækislegt viðhorf fárra stjórnmálamanna hafa of lengi fengið að ráða samgönguþróun á höfuðborgarsvæðinu. Hvar í heiminum þekkist það að bregðast við fjölgun íbúa og aukinni umferð með því að þrengja götur? Hvar þekkist það að framkvæmdafé fari í rekstur strætó  í stað umbóta á vegakerfinu? Hvers vegna mátti ekki efla hvort tveggja?

Ráðherra samgöngumála hefur áður verið gerður afturreka með hugmyndir um vegtolla fyrir tilstilli FÍB. Sá ráðherra áttaði sig á hversu galin sú hugmynd var og hve mikilli andstöðu hún mætti. FÍB vonast til að núverandi ráðherra samgöngumála verði jafn fljótur að átta sig á því. að íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu ekki nú frekar en þá sætta sig við vegtolla á heimilisbílinn.

Greinin birtist fyrst 12.09.2019

Hrun framundan á fasteignaverði, ferðaþjónustu og atvinnustarfsemi á Suðurlandi