-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Grein um rannsókn á íslensku sakamáli

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Í nýjustu útgáfu bókarinnar Techniques of Crime Scene Investigation er að finna grein um rannsókn á íslensku sakamáli og eru Björgvin Sigurðson og Ragnar Jónsson, sérfræðingar í tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, höfundar hennar. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Greinin fjallar bæði um blóðferlarannsókn tæknideildar og DNA rannsókn í málinu, en þetta er í fyrsta skipti sem umfjöllun um rannsókn á íslensku sakamáli er í bókinni. Þess má geta að umrædd bók er vel þekkt og virt hjá þeim sérfræðingum og stofnunum sem sinna vettvangsrannsóknum í sakamálum og er víða notuð sem kennslu- eða handbók hjá sérfræðingum.

Birting greinarinnar segir því sitthvað um vinnubrögð og fagmennsku íslensku lögreglunnar þegar rannsóknir slíkra mála eru annars vegar.