Tilkynnt var um slys í miðborginni um sjöleitið í gærkvöld. Að sögn vitnis datt 66 ára maður um rafhlaupahjól og á húsvegg. Maðurinn er talinn hafa misst meðvitund við fallið og blæddi úr nefi hans. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Þá var tilkynnt um slys í hverfi 105 um klukkan fjögur í nótt. Ungur maður datt af rafhlaupahjóli og fékk áverka á augabrún. Hann mundi lítið hvað gerðist og var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Umræða