• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Miðvikudagur, 18. júní 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Að fremja sjálfsmorð 

Höfundur: Gísli Hvanndal Jakobsson  Eilífðarstúdent  skrifar

Að fremja sjálfsmorð 

Feður að sæta sársaukafullum tálmunum og ásökunum um áfengisnotkun, ofbeldi og stundum kynferðislegu ofbeldi, jafnvel gegn börnum sínum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
18. september 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Sjálfsvígum fer fjölgandi hér á Íslandi. Höfundur þekkir til þó nokkra sem hafa farið þessa leið því miður. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga farið alveg upp í 49 tilvik eða nánast einn á viku yfir árið. Meðalfjöldinn yfir síðasta áratug eru 40 tilvik á ári. Á island.is má sjá tölfræði sjálfsvíga.

Nafn höfundar: Gísli Hvanndal Jakobsson 

En þetta eru bara tölur um staðfest sjálfsvíg. Við vitum að sumt fólk eins og fíklar taka sitt eigið líf með því að taka of stóran skammt og þá er dánarorsökin skráð önnur en sjálfsvíg. Stundum verður sálarkvöl manneskju svo mikil að það getur ekki meira og tekur sitt eigið líf. Þetta er hugarástand og sársauki sem enginn getur gefið sér rétt á að dæma.

Og það sorglegasta við sjálfsvíg að það er ekki bara fullorðið fólk sem tekur sitt eigið líf heldur börn og unglingar eins og við höfum séð hér á Íslandi og oftar en ekki er einn alvarlegasti orsakaþátturinn einelti; líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Miðað við tölurnar sem við sjáum í dag og stighækkandi tíðni sjálfsvíga má reikna með að næstu tölur fari að nálgast í 60 skráð tilvik á ári.

En afhverju er svona mikið af fólki að taka sitt eigið líf?

Meirihluti sjálfsvíga verður þegar einstaklingur verður fyrir einhvers konar alvarlegu áfalli sem hann eða hún getur ekki tekist á við og í kjölfarið þróast viðvarandi eða stöðugur sálrænn og jafnvel líkamlegur sársauki sem manneskjan reynir að lifa með en á endanum getur hún ekki meira.

Þetta getur verið alvarlegt einelti sem inniheldur líkamlegt og andlegt ofbeldi eins og ég minntist á hér fyrir ofan hvort sem það er ofbeldi í skóla, ofbeldi og misnotkun í mörgum myndum á heimili eða einelti á samfélagsmiðlum sem mér persónulega finnst vera að aukast með ærumeiðingum, ásökunum og einhliða frásögnum þar sem einstaklingar geta engan veginn varið sig og á endanum taka sitt eigið líf vegna alvarlegra ásakana sem ærumeiðingar og mannorðsmorð varð of mikið að lifa með.

Margir verða fyrir gríðarlegu áfalli sem snertir fjármál eða endalokum ástarsambands og ágreining með skilnaðarbörn þar sem verður til að mynda ósætti, tálmum og foreldraútilokun.

Sumir sem missa ástvini sína höndla það ekki því sorgin og sársaukinn verður svo mikill og svo má einnig nefna minnihlutahópa í samfélaginu sem verða fyrir aðkasti og ofbeldi eins og samkynhneigt fólk til að mynda.

Við erum einnig að sjá fanga hér á Íslandi taka sitt eigið líf í mjög miklum mæli. Ekki bara utan fangelsis heldur meðan þeir eru að taka út sinn tíma í fangelsi sem er með ólíkindum.

En miðað við hvernig við höfum séð samfélagið okkar þróast síðasta áratug þá tel ég samfélagsmiðla eiga mikinn þátt í því að fólk taki sitt eigið líf og sérstaklega karlmenn og vil èg með því benda á þessa grein í því samhengi þar sem mikið annað kemur fram til skoðunar eins og einelti og ásakanir:

https://frettatiminn.is/24/10/2023/karlar-sem-fremja-sjalfsvig-einelti-falskar-asakanir-og-ofbeldi/

En sjálfsvígstíðni karla er hærri en kvenna og hér er talað um einelti, falskar ásakanir, skilnaði og skilnaðarbörn meðal annars sem hafa því miður leitt karlmenn til að taka sitt eigið líf. Karlmenn sem hafa viljað segja sögu sína sem þolendur eru iðulega hunsaðir. Varðandi skilnaði og skilnaðarbörn þá vil ég fá að vitna í greinina hér fyrir ofan sem útskýrir það áfall eða áföll mjög vel:

Börnin eru alin upp í hatri á föðurnum, foreldraútilokun og oft eru tengslin endanlega rofin

,,Skilnaðir og skilnaðarbörn

Feður eiga í einhverjum tilfellum erfitt með að fá að halda góðu sambandi við börnin, ef foreldrar skilja. Stjórnkerfi og dómstólar dæma nær alltaf móðurinni í vil nema móðirin sé í eiturlyfjum eða annað sambærilegt. Þegar á deilunni stendur þá þurfa ólánsamir feður að sæta sársaukafullum tálmunum og ásökunum um áfengisnotkun, ofbeldi og stundum kynferðislegu ofbeldi, jafnvel gegn börnum sínum.

Kveður svo rammt að þessu að bæði samtök og fjölmiðlar taka undir þetta og dæma föðurinn sem algjöran misyndismann. Það sem verra er að börnin eru alin upp í hatri á föðurnum, foreldraútilokun og oft eru tengslin endanlega rofin. Skiptir ekki máli þótt þetta valdi börnunum bæði varanlegum andlegum og líkamlegum heilsubresti. Mér er til efs að kannað hafi verið hversu stór hluti sjálfsvíga sé afleiðing tálmunar, því hún veldur oft lélegri sjálfsmynd sem leiðir til eiturlyfjaneyslu, en það er bara skoðuð neyslan en ekki orsök neyslunnar. Það eru líka mörg dæmi um að tálmaðir feður hafi tekið sitt eigið líf en það er ekki fjallað um það hérlendis þótt slík mál hafi komið í fjölmiðla erlendis.“

Þannig það er margt eins og við sjáum sem hefur áhrif á að fólk tekur sitt eigið líf en það sem virðist vera ljóst er að áföll eins og falskar alvarlegar ásakanir á samfélagsmiðlum og annarsstaðar, einelti, skilnaðir og einhverskonar missir spila stóran þátt í sjálfsvígum.

Í lokin vil ég benda á https://pieta.is/ sem er eins og flestir vita samtök sem eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og er sími þeirra: 552 2218 opin allan sólarhringinn fyrir alla sem á þurfa að halda.

Höfundur er eilífðarstúdent
Umræða
Share139Tweet87
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Mesta lækkun fasteignaverðs í 11 ár

    Þessir fengu 4200 íbúðir og einbýli Íbúðarlánasjóðs – Verð frá einni milljón

    785 deilingar
    Share 314 Tweet 196
  • Karlar sem fremja sjálfsvíg – Einelti, falskar ásakanir og ofbeldi

    287 deilingar
    Share 115 Tweet 72
  • Togarar á strandveiðum

    19 deilingar
    Share 8 Tweet 5
  • Gay Pride og Menningarnótt færð yfir á 17. júní

    50 deilingar
    Share 20 Tweet 13
  • Michael Moore fjallar um glæpina sem gerðu Ísland gjaldþrota

    436 deilingar
    Share 174 Tweet 109
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?