Hugleiðingar veðurfræðings
Á landinu er hæg norðaustan átt og dálitlar skúrir eða slydduél norðaustantil en annars léttskýjað og bjartviðri. Eftir hádegi verður breytileg átt og léttskýjað, en að mestu skýjað austanlands. Von á stöku skúrum á Suðurlandi seinnipartinn og í kvöld. Kalt er í veðri, en hiti verður bilinu 1 til 7 stig í dag, hlýjast syðst. Áframhaldandi hæglætisveður og bjartviðri víðast hvar á morgun, en skýjað og skúrir sunnan- og vestanlands.
Á sunnudag er síðan von á næstu lægð með suðvestan strekking og rigningu í öllum landshlutum
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél á norðaustanverðu landinu, en annars bjartviðri. Breytileg átt, 3-8 m/s eftir hádegi og yfirleitt léttskýjað, en að mestu skýjað austanlands. Stöku skúrir á Suðurlandi seinnipartinn. Suðlæg átt, 3-8 m/s á morgun, en 8-13 út við sjóinn norðvestantil. Skýjað með köflum og skúrir sunnan- og vestanlands, en annars bjart. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst, en næturfrost norðan- og austantil.
Spá gerð: 18.10.2019 05:02. Gildir til: 19.10.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Gengur í sunnan 8-13 með rigningu. Hægari og þurrt A-lands, en dálítil rigning eða slydda þar um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig.
Á mánudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s rigning um morguninn. Síðan norðan 10-18 og snjókoma, fyrst NV-til en hægari og styttir upp á S-verðu landinu. Kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Norðan og norðaustan 10-15 m/s. Él N- og A-lands, annars úrkomulítið en líklega snjókoma um tíma syðst á landinu. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt og víða léttskýjað, en él N- og NA-lands. Kalt í veðri.
Spá gerð: 18.10.2019 08:26. Gildir til: 25.10.2019 12:00.