-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Boðað er til mótmæla : ,,Öll á Austurvöll! – Laugardaginn 23.nóvember kl.14''

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Boðað hefur verið til mótmæla vegna kvótakerfisins og úreltrar stjórnarskrár eins og neðangreind tilkynning segir sem birtist í dag hjá ,,Jæja“ hópnum sem er með um 34.000 aðila samtals á Facebooksíðu sinni. Tilkynningin hljóðar svo: 

Öll á Austurvöll! —Laugardagur 23. nóvember kl. 14

Almennir borgarar þurfa að taka málin í sínar hendur! Það er undir okkur komið hvort við búum við lýðræði eða auðræði.
Almenningur í Namibíu er rændur af íslenskri stórútgerð. Almenningur á Íslandi er rændur af íslenskri stórútgerð sem vílar ekki fyrir sér að beita mútum.

Auðlindaránið er framið í skjóli úreltrar stjórnarskrár, efnahagskerfis sem setur ofurvald í hendur auðstéttar og stjórnmálastéttar sem stendur auðsveip frammi fyrir sérhagsmunum fárra og valdamikilla útgerða og þorir ekki eða vill ekki verja hagsmuni almennings. Mætum og krefjumst breytinga!  Hér má sjá síðu hópsins
Tengt efni:
https://frettatiminn.is/2019/11/16/thverpolitiskt-frambod-gegn-spillingu/