Shanghala dómsmálaráðherra Namibíu og Bernardt Esau, sjávarútvegsráðherra, sögðu af sér í vikunni eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um greiðslur Samherja til namibískra ráðamanna
Bankareikningar í eigu „hákarlanna“ Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra. Samkvæmt frétt í The Namibian en þar segir að Shanghala og Hatukulipi hafi flúið til Höfðaborgar í Suður Afríku.
Þeir eru háttsettir menn í namibíska stjórnkerfinu og gátu beitt áhrifum sínum í þágu Samherja og fyrirtækja þess í landinu. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið greiðslur upp á meira en milljarð króna frá dótturfélögum Samherja til að greiða fyrir því að félögin fengju úthlutaðan makrílkvóta í eigu namibísku þjóðarinnar.
Nýtt:
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/18/oll-a-austurvoll-laugardag-23-november-kl-14/