Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna segir að líkur séu enn á eldgosi og að Líklega munu líða margir mánuðir áður en íbúar geta flutt aftur til Grindavíkur. Þá sagði hann að sex vikur væru til jóla og því ólíklegt að fólk geti haldið jólin í Grindavík.
Á fundi almannavarna kom fram að margir mánuðir geti liðið áður en mögulegt verði fyrir Grindvíkinga að snúa aftur heim.
„Bara sem dæmi að sem sagt varanlegar viðgerðir á þeim innviðum sem eru grafnir í jörð verður erfitt að fara í fyrr en næsta sumar, það verður hugsanlega hægt að fara í einhverjar bráðabirgðaráðstafanir fyrir einhver hverfi.“
„Það er alveg ljóst að einhverjir Grindvíkingar munu ekki komast heim fyrr en einhvern tíma á næsta ári, bæði útaf þessu sem ég nefndi áður og svo eru tugir húsa þannig skemmd að það þarf að fara í talsvert miklar viðgerðir á þeim áður en þau verða íbúðarhæf. Þannig að þetta verður misjafnt. En við erum að tala um mánuði að minnsta kosti.“
Umræða