Það vakti furðu þegar Samherji gaf það út eftir þátt Kveiks um Samherjamálið svokallaða, að Samherji ætlaði að rannsaka sjálfa sig. Vegna mútumála sem að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson ásamt Wikileaks ofl. upplýsti. Norska lögmannsstofan Wikborg Rein, var ráðin til að rannsaka ásakanir um mútur og peningaþvætti af stjórn Samherja og til að framkvæma rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.
Nú hefur komið í ljós að lögmannsstofan hefur það hlutverk að gæta hagsmuna Samherja og hafa starfsmenn hennar komið fram á undanförnum vikum til þess að gæta hagsmuna Samherja í deilum vegna sölu á togara Samherja, Heinaste. Gögn sem voru lögð fram fyrir dómstólum í Namibíu af hálfu lögmannsstofunnar sanna að svo er í pottinn búið en kaupandinn sem er frá Rússlandi vill hætta við kaupin vegna ásakana um mútugreiðslur Samherja.
Namibíumenn vilja að Samherji skili peningunum og mótmæla orðum Bjarna Benediktssonar
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/07/namibiumenn-vilja-ad-samherji-skili-peningunum-og-motmaela-ordum-bjarna-benediktssonar/