Maður var handtekinn í hverfi 108 í gærkvöld en hann er grunaður um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn heimilaði leit á heimili sínu þar sem fjöldi hnífa og skotvopna fannst. Vopn og fíkniefni haldlögð. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Þá var maður handtekinn í miðbænum og er hann grunaður um líkamsárás, eignaspjöll, fjársvik, brot á lyfjalögum og vörslu fíkniefna. Maðurinn hafði ráðist á leigubílstjóra og brotið ljós á leigubifreið hans er hann átti að greiða ökugjald. Maðurinn var handtekinn í nærliggjandi húsi sem hann hafði farið inn í, og var í annarlegu ástandi og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Hafnarfirði í gær þar sem bifreið var ekið á grjótmön. Vitni sagði konu hafa ekið bifreiðinni og hefði hún farið af vettvangi. Konan var handtekin skömmu síðar grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Konan kvartaði um eymsli í hálsi / baki og var farið með hana á Bráðadeild til aðhlynningar fyrir vistun.
Kastaði bjórflösku að lögreglumönnum
Upp úr klukkan tíu í gærkvöld var tilkynnt um þjófnað, ungur maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um að reyna að stela vespu. Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu og reyndi að hlaupa frá vettvangi og kastaði bjórflösku að lögreglumönnum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær: Flugeld var kastað inn um stofuglugga þar sem hann síðan sprakk á parketinu / stofugólfinu. Litlar skemmdir mest sót sem húsráðendur ætluðu að þrífa.