7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

FT: Kínverskir neytendur draga úr innkaupum – veldur titringi í alþjóðlegu viðskiptalífi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Brezka blaðið Financial Times segir að kínverskt efnahagslíf sé að hægja á sér og kínverskir neytendur haldi að sér höndum um innkaup, sem valdi titringi í alþjóðlegu efnahagslífi enda eigi alþjóðleg fyrirtæki mikið undir kínverska markaðnum.
Til marks um þetta er að á síðasta ári dró úr bílasölu í Kína í fyrsta sinn í 28 ár. Hið sama er að gerast á fasteignamarkaðnum í Kína. Byggingariðnaðurinn, sem áður gerði kröfu um 30% innborgun á fasteignir lætur sér nú nægja 10% svo að dæmi sé tekið.

      Grein eftir Styrmi Gunnarsson

Apple sendi frá sér afkomuviðvörun snemma í janúar og var samdráttur í sölu í Kína meginástæðan. Sala farsíma hefur dregizt saman og Samsung hefur tilkynnt um lækkun hagnaðar í fyrsta sinn í tvö ár.
Ferðalög Kínverja til annarra landa hafa dregizt saman. Á síðasta ári fóru jafn margir til útlanda eins og seinni hluta árs 2017.
Auk minnkandi eftirspurnar í Kína veldur viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína áhyggjum, framleiðsla á evrusvæðinu er hin minnsta í 3 ár og Þýzkaland er talið á mörkum efnahagslegs samdráttar, sem þó mun koma verst niður á Ítalíu og Frakklandi að sögn FT.
Það fer varla hjá því að svo neikvæð þróun á heimsvísu hafi áhrif hér.