4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Veiðisumarið 2021, lax og silungur?

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

,,Auðvitað er maður byrjaður að spá í næsta sumar. Svona í fljótu bragði eru veiðileyfin á sama verði og síðustu ár, kannski einhver lækkun í nokkrum ám  Ætli maður fari ekki bara meira í silung, vænir silungar eru meiriháttar að veiða. Laxveiðin er meira spurningamerki, það er málið,“ sagði veiðimaður sem ég gaf mig á tal við mig. Hann hafi hnýtt mikið af flugum fyrir næsta  sumar en  mest silungaflugur.

,,Og svo er snjó vandamálið, hlýnunin er orðið svo mikil og lítið um snjó. Þetta er ekkert að skána, staðan núna er ekkert skárri en í fyrra hvað það varðar,“ sagði veiðimaðurinn og það er mikið til í því.

Erfitt er að segja til um veiðina næsta sumar. Engin veit það, ekki einu sinni fiskifræðingarnir sem eiga allt að vita. Hafið ræður þessu orðið að stórum hluta.

Það þarf miklu meiri rannsóknir um ferðalag laxsins og hvert hann fer. Laxar hafa þó verið merktir eins og í Kiðafellsá í Kjós um árið. Það þarf miklu meira svoleiðis aðgerðir, þær sanna svo margt. Veiðin er skírtin og það þarf miklu meiri rannsóknir.