Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hófst í morgun. Sakborningarnir fjórir huldu allir andlit sín þegar þeir komu í réttarsalinn í lögreglufylgd. Þeir neita sök samkvæmt ákæru. Ríkisútvarpið fjallar ítarlega um málið og þar kemur m.a. fram að:
Aðalmeðferð í sakamálinu fari í dag og hún hófst klukkan korter yfir níu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakborningarnir í málinu séu fjórir og eru þeir ákærðir fyrir að hafa skipulagt smygl á nærri 100 kílóum af kókaíni í timbursendingu frá Brasilíu til Íslands.
Eftir að hafa fundið kókaínið skiptu hollensku tollverðirnir því út fyrir gerviefni og sendu gáminn áfram til Íslands. Gámurinn kom til landsins og þá voru mennirnir handteknir. Upp komst um málið eftir innbrot í smáforritið EncroChat. Það er dulkóðað forrit sem glæpamenn í Evrópu nota töluvert til samskipta.
Allir sakborningarnir eru ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi, tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og peningaþvætti upp á samtals 63 milljónir. Þeir komu allir inn í réttarsalinn í morgun í lögreglufylgd og huldu andlit sín. Aðeins verða teknar skýrslur af þeim fjórum í dag og fjölmiðlum er ekki heimilt að greina frá því sem fram fer í réttarsalnum fyrr en að öllum skýrslutökum loknum.
Allir sakborningar neita sök í málinu samkvæmt ákæru. Þeir eru Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, Jóhannes Páll Durr, fyrrverandi liðsstjóri íslenskra landsliða í raf-íþróttum, Birgir Halldórsson, 27 ára gamall Reykvíkingur, og Daði Björnsson, þrítugur Reykvíkingur.
https://gamli.frettatiminn.is/17/08/2022/logdu-hald-a-hundrad-kilo-af-kokain/
https://gamli.frettatiminn.is/07/12/2022/buid-ad-eyda-eiturlyfjunum-i-staersta-kokainmali-islandssogunnar/
https://gamli.frettatiminn.is/23/08/2022/100-kg-af-kokain-falin-i-timbursendingu-fra-brasiliu/