Dagbjört Rúnarsdóttir sem ákærð er fyrir að hafa beitt karlmann margvíslegu ofbeldi sem olli andláti hans, hafnar sök og einnig þeim skaðabótakröfum sem á hana eru gerðar.
Þetta kom fram við þingfestingu ákærunnar gegn Dagbjörtu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en hún er í varðhaldi á Hólmsheiði og lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins í gegnum fjarfundarbúnað. Ríkisútvarpið fjallaði um málið.
Hún er sögð hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana 22. og 23. september með höggum og/ eða spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um, snúa upp á og beygja fingur hans.
Umræða