Hugleiðingar veðurfræðings
Skil nálgast nú úr suðvestri og það hvessir sunnantil á landinu, austan hvassviðri eða stormur þar í kvöld með slyddu eða snjókomu. Á þessum slóðum verður því varasamt ferðaveður og gular viðvaranir eru í gildi.
Í nótt ganga skilin norður yfir landið, þá má búast við snjókomu eða slyddu með köflum í flestum landshlutum og það lægir sunnanlands. Á Austfjörðum er þó útlit fyrir samfellda ofankomu. Á morgun verða skilin komin norður fyrir land. Vindur verður þá mun hægari, yfirleitt gola eða kaldi og það styttir víða upp, en áfram má búast við éljum norðantil á landinu. Hiti í kringum frostmark.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Suðausturland og Miðhálendi
Á sunnudag er svo útlit fyrir breytilega átt, líkur á einhverjum éljum í flestum landshlutum og kólnandi veður. Spá gerð: 19.01.2024 16:03. Gildir til: 20.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi austanátt, 15-25 m/s sunnantil í kvöld með snjókomu eða slyddu, en mun hægari norðanlands og yfirleitt þurrt. Hlýnar í veðri.
Snjókoma eða slydda með köflum víða um land í nótt og dregur úr vindi. Snýst í suðvestan og vestan 5-13 á morgun og styttir víða upp, en áfram él norðantil. Hiti kringum frostmark. Spá gerð: 19.01.2024 15:27. Gildir til: 21.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og þurrt að kalla, en dálítil él norðantil og við suðausturströndina. Frost 0 til 10 stig.
Á mánudag:
Norðan og norðvestan 5-13 og dálítil él, en bjartviðri sunnan heiða. Hægari breytileg átt seinnipartinn og styttir upp fyrir norðan. Frost 1 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Stöku él vestantil um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og stöku él, en bjart að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Dregur heldur úr frosti. Vaxandi sunnanátt um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda. Milt í veðri.
Spá gerð: 19.01.2024 08:41. Gildir til: 26.01.2024 12:00.