Kæru foreldrar. Skoðið símann hjá börnum ykkar! Sérstaklega Snapchat (snap-ið). Inn á ónefndri ógeðis síðu á netinu, þar sem menn dreifa og óska eftir nektarmyndum af fólki og börnum!

Þar er svo diskcord reikningur þar sem dreifingar fara fram. Þar er nafnalisti af stelpum og fæðingarár. Sjálf á ég ungling og unglingurinn vinkonur. Ég mundi vilja fá að vita ef eitthvað slæmt er að gerast.
Þarna eru stúlkur fæddar 2009 (15 ára börn á 16 ári)!!! Það var gefið upp á þessu link, notandanafnið ,,Góð Stelpa“ á Snapchat, sem er hrein mey og blast þar nektarmynd. Þessi mynd er sýnileg um 400 notendum á þessum link ásamt fleiri myndum af stúlkum.
Á þessari mynd fyrir neðan, er sjáskot af þegar ég fletti upp notanda nafninu Góð Stelpa. Þarna eru notandanöfn sem gefa skýrt til kynna hvað er í gangi og ártalið 2009!! Nú verðum við foreldrar að standa saman og taka talið við unga fólkið okkar! Þetta er búið að vera viðvarandi í langan tíma. Þegar mynd fer í dreifingu, hverfur hún ekki á netinu!
Við erum forvarnirnar. Láta þetta okkur öll varða og reynum okkar allra besta að breyta þessu og stöndum saman! Vegna umræðu um hópinn um unga fólkið sem lokkar barnaníðinga í gegnum snapið, þá veit ég ekki um ykkur, en veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er staðan!
Það má endilega deila og í aðrar foreldragrúbbur, en þetta er lokuð grúbba og efast um að ég get breytt innlegginu í public.
Með bestu kveðju. Unglinga móðir barns fætt 2009.