3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Grunaður um vímuefnaakstur með tvö ung börn í bílnum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Töluvert var um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöld og í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði m.a. bíl í Garðabæ um klukkan hálf átta í gærkvöld. Þegar lögreglan hafði gefið merki um að stöðva bílinn skiptu ökumaður og farþegi um sæti áður en þau drápu á bílnum. Í bílnum reyndist par með tvö ung börn.
Parið er kært fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að hafa ekki notað öryggisbelti við akstur. Börnunum var komið í öruggar hendur á meðan unnið var í málinu segir í dagbók lögreglunnar og Barnavernd tilkynnt um málið.
Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut nærri Hafnarfirði og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi með honum í bifreiðinni var 16 ára þunguð stúlka og tilkynning því send til barnaverndar.