Á vef forsætisráðuneytisins er greint frá því að á þjóðaröryggisráðsfundi hafi verið rætt um „lýðræðislega framkvæmd kosninga og lögmæta meðferð persónuupplýsinga í aðdraganda þeirra“, Áður hefur verið fjallað um það að skv. úrskurði, braut Reykjavíkurborg persónuverndarlög í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, með sms- sendingum til ákveðinna hópa
Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, sat fund þjóðaröryggisráðsins
Eins og áður hefur verið greint frá, þá hafa borgarstjórnarkosningarnar verið kærðar til sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa fyrir hönd Miðflokksins í s.l. viku.
Tilkynningin frá forsætisráðuneytinu er eftirfarandi:
„Á sjötta fundi þjóðaröryggisráðs var annars vegar rætt um lýðræðislega framkvæmd kosninga og lögmæta meðferð persónuupplýsinga í aðdraganda þeirra og hins vegar innleiðingu 5G fjarskiptastaðalsins og öryggissjónarmið varðandi birgjakeðju fjarskiptabúnaðar og annars tæknibúnaðar.Gestir fundarins voru þau Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjóra var einnig gestur fundarins.“
Skipan þjóðaröryggisráðs:
Forsætisráðherra, formaður, Utanríkisráðherra, Dómsmálaráðherra, Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, og dómsmálaráðuneytis. Fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ríkislögreglustjóri. Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Tveir þingmenn og skal annar þingmaðurinn vera úr þingflokki sem skipar meiri hluta á þingi en hinn úr þingflokki minni hluta.
Þjóðaröryggisráð getur kallað til fleiri ráðherra til setu í ráðinu varðandi einstök mál sem eru til umfjöllunar hjá ráðinu og tekur þá viðkomandi ráðuneytisstjóri einnig sæti í því.
Samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál
Þjóðaröryggisráð Íslands var skipað árið 2016 samkvæmt frumvarpi þáverandi utanríkisráðherra og er ætlað að „hafa eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og skal vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Ráðinu er enn fremur ætlað að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum og fjalla um önnur málefni sem varða þjóðaröryggi. Þá gera lögin ráð fyrir að þjóðaröryggisráð, í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla, beiti sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál.
https://www.fti.is/2019/02/14/verda-nyjar-borgarstjornarkosningar-i-reykjavik-bedid-er-urskurdar-domsmalaraduneytis/