Hvað varð um umfram eigið fé bankanna?
Fyrir síðustu kosningar setti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fram áætlun um að nýttur yrði forkaupsréttur að hlut vogunarsjóða í Arionbanka og að við, fólkið í landinu myndum eignast bankann að fullu.
Framkvæmdin var afar einföld.
Þannig ætti þjóðin alla stóru bankana þrjá.
Þannig væri hægt að endurskipuleggja fjármálakerfið svo það færi að virka fyrir þjóðina alla.
Ekki bara útvalda.
Margir hlustuðu og greiddu atkvæði sitt því til stuðnings.
Því miður ekki nógu margir.
Því fór sem fór.
Aðrir flokkar náðu völdum.
Arionbanki var ,,gefinn“.
Gefinn vogunarsjóðunum.
Vogunarsjóðunum sem nú gera klárt í að tæma umfram eigið fé upp á tugi milljarða úr landi.
Hvað með Íslandsbanka?
Íslandsbanki er nú ,,klár í söluferli“
Það er nefnilega ,,ekkert vit“ í að þjóðin eigi banka í þessu ,,erfiða umhverfi“
Væntanlegur ,,kaupandi“ mun án vafa tæma umfram eigið fé úr landi.
Landsbankinn, já Landsbankinn, banki allra landsmanna…..
Hann ku einnig vera ,,klár í söluferli“
Sú tilkynning kom frá sjálfum yfirstjórnanda bankans.
En fyrst var grafinn dýrasta hola landsins og nú skal moka í hana tugum milljarða af steypu, gleri og tilheyrandi.
Væntanlega svo ,,ekkert vit“ verði í því að þjóðin eigi hann.
Sérstaklega ekki í svona ,,erfiðu umhverfi“
Svo skal selt.
Og hvað skyldi nú væntanlegur ,,kaupandi“ gera?
Jú, tæma restina af umfram eigið fé bankans úr landi….
Þá vitum við hvað varð um umfram eigið fé bankanna sem metið var á 120 milljarða hið minnsta þegar kosið var það herrans ár 2017.
Umfram eigið fé bankanna sem Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn töldu rétt að nýtt yrði til uppbyggingu innviða landins.
Uppbyggingu vegamannvirkja,flugvalla sjúkrahúsa ofl.ofl.ofl.
Stefna sem formenn annara flokka eltu innan fárra daga.
Fyrir kosningar.
Eftir kosningar breyttist það.
Nú er ekki lengur talað um umfram eigið fé bankanna okkar.
Nú er ekki lengur talað um uppbyggingu innviða, öll vegamannvirkin og allt hitt.
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri græn eru hins vegar til í að skoða slík mál.
En aðeins með því skilyrði að við, landsmenn, greiðum fyrir það með veggjöldum, nýjum sköttum ofl.
,,Það er nefnilega ekki til peningur fyrir þessu…..“
Nú spyr ég:
Er nema von að mann langi stundum að lemja einhvern….. ?
Baldur Borgþórsson
Varaborgarfulltrúi Miðflokksins