Lokunin gæti varað í þó nokkurn tíma
Vesturlandsvegur er lokaður um Kjalarnes í báðar áttir vegna umferðarslyss. Á svæðinu er mjög slæmt veður, blint og mjög hvasst.
Lokað er fyrir umferð frá Hvalfjarðargöngunum og að hringtorgi við Víðinesveg. Lokunin gæti varað í þó nokkurn tíma meðan viðbragsaðilar eru við vinnu á vettvangi.
Umræða