Hugleiðingar veðurfræðings
Austan 10-18 m/s og víða skafrenningur í dag, en seinnipartinn gengur í storm syðst á landinu með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. Það verður hins vegar mun hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi, skýjað með köflum og talsvert frost. Það bætir í vind í kvöld, og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum, en 23-28 m/s og úrkomumeira syðst. Vindurinn verður þó áfram hægari austanlands. Það er því útlit fyrir slæmt ferðaveður sunnan- og vestanlands síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun, og eru líkur á að færð spillist vegna skafrennings eða snjókomu. Eftir hádegi á morgun dregur smám saman úr vindi og birtir til á sunnanverðu landinu, frost víða á bilinu 0 til 5 stig. Síðdegis á mánudag er svo von á næstu lægð með hvössum vindi og talsverðri úrkomu víða um land.
500 km S af Hvarfi er allvíðáttumikil og vaxandi 966 mb lægð sem fer NA. 250 km SV af Lófót er hægfara 979 mb lægð sem grynnist smám saman. N af Scoresbysundi er 1010 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi austanátt síðdegis, 15-23 m/s í kvöld, en 23-28 syðst á landinu. Víða skafrenningur og sums staðar dálítil snjókoma, en úrkomumeira sunnanlands. Frost 0 til 6 stig. Mun hægari vindur um landið norðaustanvert og kaldara. Allvíða norðaustan hvassviðri eða stormur í fyrramálið, auk þess él norðan- og austanlands. Dregur smám saman úr vindi seinnipartinn á morgun. Hiti um og undir frostmarki.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 10-18 m/s og skafrenningur, en 15-23 undir kvöld, hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Frost 0 til 4 stig.
Snýst í norðaustan 10-18 og léttir til á morgun, hiti kringum frostmark. Lægir annað kvöld og kólnar.
Spá gerð: 19.02.2022 10:22. Gildir til: 21.02.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan 5-13 m/s framan af degi og dálítil él, en léttskýjað norðanlands. Hvessir síðdegis með úrkomu. Suðaustan rok eða ofsaverður á suðurhelmingi landsins um kvöldið með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu og hita 0 til 4 stig. Þá hvassviðri eða stormur norðantil með snjókomu á köflum, skafrenningi og vægu frosti.
Á þriðjudag:
Snýst í suðvestan 15-25 m/s, hvassast um landið suðvestanvert. Víða éljagangur, en léttir til norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður, hiti um og undir frostmarki síðdegis.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13 og él á víð og dreif. Norðaustan 15-23 norðvestantil seinnipartinn með snjókomu. Frost 1 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Norðan 13-20 og snjókoma, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 1 til 6 stig. Hægari vindur um kvöldið og herðir á frosti.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan storm eða rok með snjókomu, slyddu eða rigningu, en hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Hlýnandi veður.
Discussion about this post