Fjöldi nýskráninga fólksbifreiða fyrstu sex vikur ársins eru alls 549 bifreiðar. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 953 og er því um ræða 42,4% samdrátt í bílasölunni á milli ára. Það sem af er árinu eru nýskráningar til almennra notkunar alls 444 bifreiðar, sem er um 80,9% hlutfall.
Til bílaleiga eru nýskráningar alls 98 bifreiðar sem er tæplega 18% hlutfall. Þetta kemur fram í tölum frá Bilgreinasambandinu.
Flestar nýskráningar fyrstu sex vikur ársins eru í rafmagnsbílum. Alls eru þær 197 sem gerir um 35,9% hlutfall í heildarsölunni. Tengiltvinnbílar koma næstir með alls 115 bíla. Hybridbílar eru í þriðja sæti, alls 95 bílar, og dísilbílar koma í fjórða sæti sæti en alls eru nýskráðir 93 bílar það sem af er árinu.
Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar eru flestar nýskráningar í Toyota, alls 100. Dacia er í öðru sæti með 54 bíla og Land Rover í þriðja sæti með 42 bíla.
Umræða