Play hefur verið athugunarmerkt hjá Kauphöllinni. Vísað er til tilkynningar Play þar sem fram koma athugasemdir endurskoðanda í ársreikningi félagsins fyrir 2024 sem birtur var síðasta mánudag. Þar kemur fram að vafi sé um áframhaldandi rekstrarhæfi útgefanda (e. going concern). Fjallað er um málið á vef Morgunblaðsins og þar segir einnig:
Fram kemur að athugunarmerkingin sé framkvæmd með vísan í ákvæði 4.1.1. (f) í reglubók Nasdaq fyrir skráð félög á norræna aðalmarkaðnum. Í því ákvæði er vísað til óvissu um fjárhagsstöðu félags.
Kauphöllin sendi einnig út athugunarmerkingu vegna Play á síðasta ári en á þeim tíma var félagið skráð á First North vaxtarmarkaðinn. Play færði sig yfir á aðalmarkaðinn í ágúst í fyrra.
Umræða