Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig. Allhvöss eða hvöss suðvestanátt á morgun, jafnvel stormur norðvestantil á landinu annað kvöld. Léttskýjað austanlands, annars él og hiti kringum frostmark.
Hægari vindur á fimmtudag og áfram él, en þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Spá gerð: 19.03.2019 06:43. Gildir til: 20.03.2019 00:00.
Við Ammassalik er allvíðáttumikil 970 mb lægð sem mjakast NA.
Breiðafjörður – Suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum (Gult ástand)
Vestfirðir – Suðvestan hvassviðri eða stormu með éljum (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s, en 15-23 NV-til á landinu á morgun og 18-25 þar annað kvöld. Éljagangur og hiti kringum frostmark, en þurrt og bjart veður A-lands.
Spá gerð: 19.03.2019 21:09. Gildir til: 21.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s, en 15-23 í fyrstu NV-lands. Víða léttskýjað á NA- og A-landi, annars él. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él, en vaxandi V-átt um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Sunnan 10-15 og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið NA-lands. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Snýst í norðvestanátt með snjókomu eða éljum N-til á landinu, en rofar til sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig við S-ströndina, annars 0 til 5 stiga frost.
Á mánudag:
Sunnanátt, skýjað og fer að rigna S- og V-lands. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður A-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 19.03.2019 20:03. Gildir til: 26.03.2019 12:00.