-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Tólf dagar í vorveiðina

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Veðurfarið síðustu daga hefur bara verið rugl, hitamet og hlýindi dag eftir dag. Jú það á aðeins að kólna eftir helgina, kannski bara smá páskahret en veiðimenn bíða spenntir. Vorveiðin hefst 1.apríl og það er ekki aprílgabb eða hret.

,,Við félagarnir erum að fara austur á Klaustur um leið og það má, í Geirlandsá og Tungulæk“ sagði veiðimaður sem var að versla sér flugur í dag og hann ætlar að vera klár þegar þetta byrjaði fyrir alvöru.

,,Þetta er allt koma í veiðinni og menn eru að byrgja sig upp fyrir tímabilið“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst og í sama streng tók Þórður Júlíusson í Veiðifélaginu. Biðin styttist með hverjum deginum sem líður.

Sumarið í fyrra var flott og mikið var veitt og ferðast, það sama virðist ætla að vera upp á teningum í sumar. Minni ferðalög erlendis en ferðast miklu meira innanlands og fjölskyldurnar veiða saman. Ungir veiðimenn stíga sín fyrstu skref í veiðinni, fleiri fiskar koma á land og allir veiða saman. Þá er tilganginum náð.

Mynd. Ólafur Guðmundsson með flottan sjóbirting úr Tungufljóti