Tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðborginni um klukkan tvö í nótt. Kona réðst á mann og beit hann í kinnina. Stórt sár var eftir bitið á andliti mannsins sem blæddi úr. Árásaraðilinn hljóp frá vettvangi áður en lögreglu bar að garði.
Þá var tilkynnt um líkamsárás við Ingólfstorg, rétt fyrir klukkan fimm. Tveir hópar erlendra manna voru að slást. Einn þeirra sagður með áverka á höfði , skurð og mar.
Klukkan 03:40 var tilkynnt um bifreið í Hafnarfirði þar sem ökumaður sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Bifreiðinni ekið á allt að 140 km/ klst. hraða. Bifreiðin stöðvar loks við heimili ökumanns sem reyndist vera sviptur ökuréttindum og hafði verið stöðvaður af lögreglu uþb. 25 mín. áður og var þá kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs víða á höfuðborgarsvæðinu að vanda.
Umræða