-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Mia Lyhne afhjúpar leyndina um þættina um trúðinn (Klovn)

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Mia Lyhne sem leikur konu trúðsins ( Klown), Frank Hvams, hefur afhjúpað leyndina sem að hvílt hefur yfir því hvort eða hvernær þættirnir verða framleiddir og sýndir aftur

 

Fyrstu dönsku þættirnir um trúðinn, eða ‘Klovn’ eins og þeir heita á dönsku, voru frumsýndir árið 2005 og síðasta þáttaröðin var send út árið 2009.
Síðan þá hafa þeir félagar, Frank og Casper sent frá sér bíómynd byggða á þáttunum um trúðinn þar sem að Casper, Frank, Mia og fleiri leika aðal hlutverkin að vanda.

Hingað til hefur það ekki verið vitað hvort að framleiðsla á vinsælu sjónvarpsþáttunum mundi halda áfram en nú hefur Mia Lyhne sem leikur konu trúðsins, Frank Hvams afhjúpað leyndina sem að hvílt hefur yfir því hvort eða hvernær þættirnir verða sýndir.

,,Klovn kemur út í ágúst, þættirnir hafa verið í vinnslu í töluverðan tíma en TV2, hefur ekki verið að flýta sér með að sýna þá. Ég veit ekki alveg hvaða dag á að sýna þá og þú verður að hringja í einhvern annan til þess að fá þær upplýsingar. Þetta er það eina sem ég hef fengið að vita.“ Segir Mia Lyhne.
TV2 neitar því ekki að þættirnir verði frumsýndir í ágúst, en gefur til kynna að enn sé ekki tilbúið að tilkynna opinberlega um málið.