Hörður Torfason er ánægður með það uppgjör sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson hefur stigið fram með. Þar sem tónlistamaðurinn segir m.a. að í grunninn sé munur á að trúa orðrómi og trúa þolendum.
,,Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt,“ segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómi um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt.“ Sagði hann m.a. í viðtali í Íslandi í dag.
,,Aðdáunar- og virðingarvert uppgjör. Ég hvet fólk til að hlusta vel á þetta einstaka og ærlega viðtal við Auðunn Lúthersson og þakka honum fyrir og þar með hvetja hann til áframhaldandi starfa. Auðunn er frábær fyrirmynd og stórkostlegur tónlistarmaður. Áfram Auðunn! “ Segir tónlistamaðurinn Hörður Torfason um uppgjör Auðuns.
Rætt var við tónlistarmanninn í Íslandi í dag sem birt var á Vísi.is