Hugleiðingar veðurfræðings
Róleg norðlæg átt í dag, víða léttskýjað sunnan- og vestanlands og milt veður. Dálítil rigning eða snjókoma á norðaustanverðu landinu, en þurrt að mestu seinnipartinn. Hiti 0 til 5 stig, en frystir í kvöld. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í kvöld. Suðaustan 10-18 og rigning á morgun, einkum sunnantil, en fer að lægja síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Austlæg eða breytileg átt gola eða kaldi á sumardaginn fyrsta. Víða léttskýjað norðanlands, en skýjað með köflum og stöku skúrir syðra. Fremur hlýtt í veðri.
Veðuryfirlit
Skammt V af Færeyjum er 999 mb lægð sem hreyfist N og grynnist heldur, en 150 km S af Hvarfi er 986 mb lægð á NA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða snjókoma á norðaustanverðu landinu, en styttir smám saman upp í dag. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, en snýst í vaxandi suðaustanátt í kvöld og þykknar upp. Hiti 1 til 12 stig, mildast sunnan jökla. Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum á morgun, einkum sunnantil, en hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað í dag, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í kvöld. Suðaustan 10-15 og fer að rigna í nótt, lægir síðdegis á morgun. Hiti 4 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austan og suðaustan 3-10 m/s. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og við austurströndina og sums staðar dálítil væta, en víða þurrt og bjart norðanlands. Hiti 5 til 13 stig.
Á föstudag:
Suðaustan 3-10 og víða bjartviðri, en stöku skúrir vestanlands og líkur á þokulofti við austurströndina. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Kólnar heldur.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir vestantil. Hiti 1 til 8 stig.