Áhöfnin á varðskipinu Freyju kom mengunarvarnargirðingu fyrir umhverfis flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Engin merki eru um olíuleka frá skipinu en búnaðinum er komið fyrir til að gæti fyllsta öryggis. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu að skipinu í gær.
Þar sást að skipið situr fast á um 50 metra kafla og ljóst að það verður ekki fært af strandstað fyrr en í fyrsta lagi eftir einhverja daga.
Útgerð skipsins útbýr núna björgunaráætlun eins og lög kveða á um en áhöfnin á Freyju er til taks á svæðinu til að grípa inn í ef þörf krefur. Veður á svæðinu er gott.
Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verði í björgun þess. Um borð í skipinu eru tæplega 2000 tonn af salti og 195 tonn af olíu.
Meðfylgjandi eru myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson tók í morgun þegar mengunarvarnargirðingin var dregin út.
Varðskipið Freyja á vettvangi.
Mengunarvarnarbúnaðinum komið fyrir umhverfis skipið.
Frá aðgerðum í morgun.
Umræða