2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

UU gefur einkunnir -kvarði kominn út og kynntur stjórnmálaflokkunum

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Ungir umhverfissinnar telja nauðsynlegt að í komandi alþingiskosningum verði loftslags- og umhverfismál í brennidepli og hafa því kynnt fyrir stjórnmálaflokkunum sérstakan kvarða til að meta stefnu þeirra á þessu sviði.

Formaður: Tinna Hallgrímsdóttir

Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðarinnar eins og loftslagi og lífríki. Stjórnmálafólk og almenningur hafa sífellt meiri áhuga á umhverfis- og loftslagsmálum en málaflokkurinn og pólitíkin kringum hann getur þó virst flókin.Til að veita stjórnmálaflokkunum nauðsynlegt aðhald þarf almenningur að vera vel upplýstur.

Matsvarðinn mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Kvarðinn á einnig að vera leiðarvísir til að þeir geti lagað stefnumótun sína í umhverfismálum að sjónarmiðum og kröfum ungs fólks.

Kvarðinn er upp á 100 stig alls og er skipt í þrennt, Loftslagsmál (40 stig), Náttúruvernd (30 stig) og Hringrásarsamfélag (30 stig). Fyllsta hlutleysis verður gætt við einkunnagjöfina. Í fyrsta lagi eru þeir sem vinna að gerð kvarðans og gefa einkunn eftir honum ekki tengdir stjórnmálaflokkum. Nöfn flokka eru líka afmáð áður en stefna þeirra er metin. Einnig er gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að fara yfir og reikna fylgni milli svara, þ.e. leggja mat á áreiðanleika matsins.

Kvarðinn hefur nú verið birtur inni á heimasíðu Ungra umhverfissinna, ásamt frekari upplýsingum um verkefnið. Einnig hefur hann verið sendur á alla stjórnmálaflokka. UU mun einnig funda með þingflokkum í sumar til að koma sjónarmiðum ungs fólks í umhverfismálum enn frekar til skila.

Þegar endanlegar stefnur flokka eru tilbúnar, verða þær metnar eftir kvarðanum og þeim gefin einkunn. Einkunnagjöfin verður gerð opinber við athöfn í Norræna húsinu þann 3. september n.k.