Í dag fer af stað ný markaðsherferð fyrir Ísland sem áfangastað: Úthestaðu póstinum þínum (e. OutHorse your email). Ísland býður ferðamönnum upp á byltingarkennda þjónustu í sumar til að tryggja betri upplifun af sumarfríinu án sífellds áreitis frá vinnunni. Þjónustan felst í að bjóða ferðamönnum að útvista svörun tölvupósta til íslenskra hesta.
Í alþjóðlegri könnun sem Íslandsstofa lét framkvæma kemur fram að 55% aðspurðra skoða vinnupóstinn sinni einu sinni eða oftar á dag á meðan þau eru í fríi. Þá sögðu tæp 60% svarenda að þau upplifðu að yfirmenn, samstarfsmenn og viðskiptavinir ætluðust til þess að fá svar frá þeim á meðan á fríi stæði. Með herferðinni er reynt að endurheimta frí frá vinnu sem raunverulegan griðartíma. Með aðstoð risavaxins lyklaborðs sem var sérsmíðað fyrir hófa hafa íslenskir hestar skrifað fjölda svara sem ferðamenn geta nýtt sér fyrir sjálfvirka svörun tölvupósta meðan á fríinu stendur til að undirstrika enn frekar að það er í fríi.
„Hæfileikaríku hestarnir okkar tóku því sem eðlilegum hlut að bjóða upp á OutHorse þjónustuna, töltu og hlupu um túnin og bjuggu til fjölda einstakra tölvupósta sem munu hjálpa gestum að njóta ferðarinnar án truflana. Hesturinn okkar er meðfærilegur, fjölhæfur og þrautseigur og nú má bæta svörun tölvupósta við hæfileika hans líka.“
Myndbandið er nú aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins www.outhorseyouremail.com.
Hatt er til þess að deila myndbandinu og að sjálfsögðu nýta tækifærið og úthesta tölvupóstasamskiptunum í næsta fríi.