Skotárás í Malmö – Þrír eru látnir og sex særðir
Þrír eru látnir og sex særðir á sjúkrahúsi eftir skotárás í miðborg Malmö rétt eftir klukkan átta í gærkvöld.
Ráðist var á mennina þegar þeir yfirgáfu netkaffihús í Drottningargötunni.
.
Að sögn sjónvarvotta voru fimmtán til tuttugu skotum hleypt af byssum.
Þeir sem að særðust í árásinni voru fluttir á sjúkrahús og haft hefur verið eftir lögreglunni að tveir hinna særðu séu látnir, 18 ára og 29 ára karlmenn, ekki eru upplýsingar um þann þriðja. Lögreglan hefur ekki tjáð sig meira um árásina en talið er að um hafi verið að ræða uppgjör milli glæpagengja.
Drottningagötunni og nærliggjandi götum hefur verið lokað í varúðarskyni og vörður er um sjúkrahúsið.
Umræða