Skömmum og fúkyrðum hefur rignt yfir Guðlaug Þór Þórðarson á aðdáendasíðu hans á Facebook vegna orkupakka þrjú, tókum saman nokkur dæmi hér að neðan:
Ekki hefur farið framhjá neinum að Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnana á milli vegna málsins sem að almenningur og almennir flokksmenn skilja ekki að þurfi að nauðga í gegnum Alþingi.
Bæði fyrrverandi ráðherrar og formaður flokksins og þingmenn, núverandi og fyrrverandi skilja ekki hvaða hagsmunum er verið að þjóna og eru á móti vinnubrögðum núverandi forystu og orkupakkamálinu í heild sinni.
Auðveldast hefði verið að fara fram á undanþágu frá þessum orkupakka en það var ekki gert og stendur ekki til af hálfu ríkisstjórnarinnar sem að virðist vera einangruð í málinu.
Aðeins 13% þjóðarinnar er mjög hlynnt innleiðingu orkupakka ESB og hlutfallslega ættu því aðeins 3% flokksmanna Sjálfstæðisflokksins að vera mjög hlynntir orkupakka ESB en miðstjórn flokksins hafnaði honum algerlega og er því verið að nauðga málinu í gegn af örfáum aðilum innan Sjálfstæðisflokksins. Styrmir Gunnarsson sagði m.a. í viðtali í vikunni að verið væri að vinna fyrir sérhagsmunahópa en ekki almenning eða almenna flokksmenn hjá Sjálfstæðisflokknum.
Guðlaugur lét þessi ummæli falla á vef sínum og uppskar fúkyrði á annað hundrað óánægðra vina og aðdáenda sinna á Facebook í staðinn: ,,Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hundrað klukkustundir hefur Miðflokkurinn samið um að atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann fari fram 2. september. Miðflokkurinn hefur þar með fallið frá kröfum um málinu verði frestað fram á næsta þing, hann hefur fallið frá kröfum um að Alþingi skipi sérstakan starfshóp til að fara yfir málið að nýju og hann hefur fallist á að ljúka umræðunni á tveimur dögum. Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!“
Viðbrögðin létu ekki á sér standa:
,,Þarna lýsir þú bara þínum hroka og heimsku með að tala niður þingmenn sem voru að vinna fyrir þjóð – sem er á móti ykkar valdníðslu !
Þú ert greinilega ekki það skír að átta þig á hver ávinningurinn var af málþófinu – þjóðin er á eftir, miklu betur upplýst um alla vankanta á þessum feigðar pakka þínum ! Þökk sé Miðflokksmönnum! Sem þið stjórnarmeðlimir ætluðu að læða í gegn án raunverulegra upplýsinga ! Þér var nær að hafa vit á að falast eftir varanlegri undanþágu í maí 2017 !! Þú mátt skammast þín Guðlaugur Þór !!“
,,Ég vill ekki O3 og því segi ég skilið við ykkur XD eftir 30+ samveru. Skömmin er ykkar.“
,,Við skulum vona að stjórnin verði sprungin þá svo þið náið ekki að ræna orkunni okkar til eigin hagsmuna.“
,,Sjálfgræðisflokkurinn mun finna það í næstu kosningum hvað það kostar að svíkja endalaust kjósendur sína“
,,Eitt er víst, Guðlaugur Þór Guðlaugsson, eftir áralangan stuðning minn við þig er hann ekki lengur til staðar eftir framgöngu þína í þessu máli.“
,,Hafðu það í huga elsku vinur að flestir flottustu stjórnmálamenn sögunnar kunnu að skipta um stefnu þegar þess þurfti. Vona innilega að þú hafir þá visku og kjark sem nú ætti að vera augljóst að til þarf.“
,,Óttalega ertu snefsinn félagi. Ég væri það kannski líka ef ég væri að fá viðlíka útreið og þú hér á síðunni en samkomulagið er í höfn og nú verða næstu 50 dagar eða svo notaðir vel til að skapa viðunandi niðurstöðu fyrir fólkið í landinu og afkomendur þess.“
,,Aðeins 13% þjóðarinnar er mjög hlynnt orkupakka 3. Fyrir hverja er Sjàlfstæðisflokkurinn að berjast?“
,,Já! Af hverju ætli það sé!! Kannski til að stoppa þig og þína í að arðræna þjóðina. Ég get lofað þér því að í næstu kostningum hverfa þú og þínir verður op3 að veruleika!!! Hlustið á þjóðina! Við viljum þetta ekki!!!“
,,Ég verð reyndar að segja það að ég skil ekki rökin með því að samþykkja þetta en hef heyrt meira af rökum með því að samþykkja þetta ekki. Andstaðan við orkupakka 3 er meiri en þið haldið. Ég viðurkenni það að ég skil þetta mál ekki.“
,, Bið til guðs að þú komist ekki aftur á þing í næstu kosningum. Ég hef talið þig með þeim skárri í XD en sennilega ertu sá allra versti. Þú ættir að leggja stjórnmál til hliðar.“
,,Og það hlakkar í þér Guðlaugur Þór ! Verður þú kanski vel efnaður af þessum orkupakka þegar þú ert búin að koma honum í gegn.“
,,Þið gangið erinda fjárfesta en hlustið ekki á fólkið í landinu. Miðflokkurinn hefur staðið með þorra þjóðarinnar og hafi hann þökk fyrir.“
,,Orkan okkar, Miðflokkurinn og fleiri eiga þakkir skildar fyrir góða og málefnalega baráttu gegn þriðja orkupakka og því sem á eftir kemur.“
,,Treysti þessum málalokum engan veginn . Þeir hafa enga somakennd og fá örugglega valkviða við að finna út ástæðu til að svíkja samkomulagið“
,,Guðlaugur Þór Þórðarson við viljum ekki O3. Hvorki ég né stór hluti þjóðarinnar. Það er eins og þið XD menn hlustið ekkert á vanda annara þjóða vegna þessa gernings. Þú getur gert lítið úr Miðflokknum eins og þú vilt en þeir eru að tala fyrir hönd annsi margra. Með samþ. pakkans ertu búin að selja landið okkar allra.“
,,Já Guðlaugur Þór, til hvers vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara ganga að því að fresta atkvæðagreiðslunni strax. Hvaða og hvers hagsmuni varst þú og BB og aðrir Sjálfstæðisþingmenn að gæta með því að ætla að kýla málið í gegn. Minnir óneitanlega á Icesave málið þegar Sjálfstæðisflokkurinn vildi að íslenska þjóðin léti undan öllum kröfum frá Bretum, Hollendingum o.fl., en kom svo í ljós að íslenska þjóðin var ekkert skyldug til fjárútláta. Undirlægjan gagnvart erlendum ríkjum sem ríkisstjórnin sýnir, líkt og þá, hún gleymist ekki þjóðinni (kjósendum) .“
,,Ég hef nú bara ekki ekki hitt neinn ennþá sem vill bara samþykkja þetta svona hljóðarlaust, enda átti bara að koma þessu í gegn án þess að við myndum bara vita neitt. Svo fyrir utan þetta Klausturs mál þá bara svona 1000 rokkstig fyrir miðflokkin. Það er nú bara ekkert þannig lengur að allir vilja fylgja sjálfstæðis flokknum í einhverri blindni“
,,Já það er nú ekki nema von Herra Gulli Utanríkis, að þú sért ánægður með þitt aflátsbréf,ekki eru nú þínir Kjósendur sama sinnis, eða hvað þá við þessar aumu samflokks manneskjur þínar mjög svo fylgjandi þessum ótrúlega málfluttningi þínum,svo það sé nú sagt mildilega.Þetta á eftir að drag dilk á eftir sér,þú mátt vera viss um það Ráðherra Utanríkis, og örugglega ekki með meirihluta Kjósenda á bak við þetta ótrúlega mál þitt,hafðu það í huga…….“
,,Spurning hvort þetta verði ekki bara banabiti flokksins fólk vill þetta ekki…..punktur.“
,,Til hvers var þetta eiginlega? spyr ráðherrann. Fyrir okkur sem erum að sinna okkar störfum úti í þjóðfélaginu um leið og við fylgjumst með umræðunni er svarið augljóst. Í kjölfar umræðunnar og málþófsins hefur umræða meðal almennings aukist og skilningur á orkupakkanum aukist verulega. Það er nú aldeilis mikill árangur sem ber að fagna. Mér finnst hinsvegar þessi spurning ráðherrans afhjúpandi.“
,,Afhverju má ekki skipa sérstakan starfshóp til að kanna áhrifin?“
,,Á hvaða lyfjum er sjálfstæðisflokknum og þið allir það vill enginn orkupakkana“
,,Minn kæri vinur – þađ yrđi töluvert vinsælla ef forystan tengdi sig betur viđ eigin flokksmenn og þeirra baráttumál árum saman; í stađ þess ađ hygla bákninu og embættismannakerfinu linnulaust. Þađ er helvíti hart ađ fá greiđari götu annarsstađar….talandi um haus og hala !!“
,,Dj hroki er þetta í þér maður,það verður ekki þetta glott á þér í næstu kosningum“
,,Hamingjan mun sigra og sópa skemmdarvörgunum frá völdum…“
,,Þjóðníðingur og landsölumaður í einum og sama manninum – skammastu þín drullusokkur!“
,,Þú og BB eruð kannski búnir með námskeið hjá SJS í föðurlandsást?“
,, Og er það jákvætt að þínu mati Guðlaugur? Hefur þú skýr svör frá ESB að þessi samningur feli ekki í sér þyngjandi skilyrði fyrir okkur? Það er alveg ljóst, að ef svo myndi reynast þegar pakkinn hefur verið samþykktur, ja þá eru núverandi stjórnarflokkar í afar slæmum málum, já reyndar MJÖG slæmum“
,,Guðlaugur. Fólk fellur ekki fyrir þessu rugli í ykkur lengur. Þið hafið gert spillinguna það augljósa að þið eruð að missa fylgi frá aðilum sem hafa stutt flokkinn blint árum saman. Það segir frekar mikið um ykkur og ykkar viðbjóðslega flokk.“
,,Hefur þú eða einhverjir þér tengdir hagsmuna að gæta í þessu máli Guðlaugur? Maður spyr sig enda yrði það ekki í fyrsta sinn sem leikfléttum er beitt til að kasta ryki í augu almennings meðan það er makaður krókurinn bakvið tjöldin. Síðast þegar ég vissi eru auðlindirnar í eigu þjóðarinnar og ef horft er framhjá Klaustursmáli Miðflokksins sem ég studdi ekki að þá verð ég að taka upp hanskan fyrir þeim fyrir þetta málþóf. Frá mínum augum séð er þetta mál það mikilvægt að það ætti að vera vilji almennings hvernig áframhaldandi umræðum skyldi háttað.“
Svona halda fúkyrði bálvondra Íslendinga áfram á pólitíska vef Guðlaugs Þórs og óþarft að halda áfram að opinbera þann langa lista frekar en hann hefur að geyma mög ömurleg ummæli sem að fólk getur kynnt sér ef það hefur einhvern áhuga á því.