-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Tvö alvarlega slösuð eftir bílveltu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Alvarlegt umferðarslys varð rétt austan Bröttubrekku gatnamótanna um miðnætti í gær þegar bíll valt út af þjóðveginum. Kona og karl voru flutt alvarlega slösuð með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu Rúv.
Bílnum var ekið í suðurátt eftir Vesturlandsvegi þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju með þeim afleiðingum að hann valt og endaði utan vegar. Að sögn lögreglu er bifreiðin mikið skemmd. Tveir Íslendingar voru farþegar í bílnum, kona og karl. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti með hin slösuðu í Reykjavík um klukkan eitt í nótt.
Lögreglan var með talsverðan viðbúnað á vettvangi og var þjóðveginum lokað á meðan vinna fór fram. Henni lauk um klukkan þrjú í nótt. Ásmundur segir að skýrslugerð sé enn ekki lokið en ekki er grunur um hraðaakstur. Tildrög slyssins eru ókunn.