Þann 26. maí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júní síðastliðinn og eru umsækjendur tveir:
Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari,
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari.
Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd, sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara, til meðferðar. Skipað verður í embættið frá og með 21. ágúst næstkomandi.
Umræða