Álit fagráðs um velferð dýra á hvalveiðum
Fagráð um velferð dýra hefur nú skilað áliti sínu á því hvort hægt sé að standa þannig að veiðum á stórhvelum að mannúðleg aflífun þeirra sé tryggð. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra.
Álitið hefur verið birt á svæði fagráðsins á heimasíðu Matvælastofnunar. Talsmaður ráðsins vegna álitsins er Henry Alexander Henrysson fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ og Katrín Andrésdóttir fulltrúi Dýralæknafélags Íslands.
Umræða