Fjórir fengu 123.628.570 krónur hver í Eurojackpot í kvöld, hæsti vinningur gekk ekki út sem var tæpir 15 milljarðar og verður því næsti pottur 16,6 milljarðar.
Fjórir miðahafar nældu sér í 2. vinning og fá þeir rúmlega 123 milljónir á mann. Allir voru þeir keyptir í Þýskalandi. Þá voru níu miðahafar með 3. vinninginn og fá rúmlega 21 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Hollandi, Noregi, þrír í Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Jókerinn gekk ekki út en þrír heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund kall á mann. Miðarnir voru keyptir í Appinu, á lotto.is og einn er í áskrift.
Úrslit kvöldsins eru eftirfarandi:
Umræða