-2.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Vegtollar og einkavæðing í vega- og jarðgangnagerð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins

Síðustu daga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda áform Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um frumvörp sem hann hyggst leggja fram á Alþingi næsta haust. Allir geta sent inn umsögn um áformin en frestur er mismunandi eftir einstökum áformum.

Opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að ráðist verði í skilgreindar þjóðhagslega arðsamar flýtiframkvæmdir í samgöngum á grundvelli fölbreyttari fjármögnunar og samstarfs við einkaaðila. Einnig að mótuð verði áætlun um uppbyggingu og fjármögnun jarðganga og opinbert félag stofnað um jarðgangagerð. Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, s.s. aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.

Í samvinnu innviðaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Vegagerðarinnar hefur verið unnið að mótun traustrar og hagfelldrar umgjarðar slíkra innviðaverkefna til framtíðar. Lykilþáttur í starfsemi félagsins er að halda utan um fjármögnun verkanna, þ.m.t. innheimtu notkunargjalda. Greiningar benda til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fæst skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Eftir á þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum.

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 2. ágúst 2022.

Rekstur flugvalla og veiting flugleiðsöguþjónustu

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veitingu flugleiðsöguþjónustu. Er því ætlað að koma í stað þrennra laga sem nú gilda á þessu sviði um stofnun og starfsemi Isavia ohf. og þau verkefni sem félagið annast fyrir ríkið.

Ákvæði núgildandi laga um rekstur flugvalla og flugleiðsögu eru dreifð, takmörkuð og að einhverju leyti úrelt. Þá vantar skýr ákvæði um hlutverk flugvalla í heildarsamgöngukerfi landsins og hvernig stefnumörkun samgönguyfirvalda skuli framfylgt. Almennar kröfur til starfrækslu flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar og veitingu flugleiðsöguþjónustu falla hins vegar undir lög um loftferðir og varða áformin ekki þá löggjöf.

Ætlunin er að útfæra sérstaka heimild til töku varaflugvallagjalds í frumvarpinu í því skyni að efla þjónustu og uppbyggingu varaflugvalla fyrir millilandaflugið hér á landi. Við vinnslu frumvarpsins verður skoðað með hvaða hætti er best að útfæra slíka gjaldtökuheimild.

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 29. júlí 2022.

Stefnumarkandi áætlanir innviðaráðuneytisins

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Sú stefnumörkun sem fellur undir frumvarpið eru: Byggðaáætlun, landsskipulagsstefna, samgönguáætlun, stefnumótun á sviði húsnæðismála og stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga.

Með því að samhæfa stefnur og áætlanir á verkefnasviði ráðuneytisins gefst kostur á að hámarka árangur og jákvæð áhrif stefnumótunarinnar enda verði tekið mið af tengdum málefnum og horft lengra en til sérstakra verkefna einstakra málaflokka. Byggt verður á skýrum áherslum með sameiginlegri framtíðarsýn, meginmarkmiðum og sameiginlegum verkefnum fyrir alla málaflokka sem ganga þurfa með samræmdum hætti í gegnum allar áætlanirnar. Takmarkið er að ná meiri árangri fyrir samfélagið með aukinni samvinnu málaflokka, meira gagnsæi og hagkvæmari nýtingu fjármuna.

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 2. ágúst 2022.

Breytingar á lögum um póstþjónustu

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Tilgangurinn er þríþættur: Í fyrsta lagi að setja lagastoð undir samevrópska löggjöf um pakkasendingar yfir landamæri. Í öðru lagi að rýmka heimildir til notkunar bréfakassasamstæða í þéttbýli og loks í þriðja lagi að fjarlægja heitið „Póst- og fjarskiptastofnun“ endanlega úr lögum en Byggðastofnun tók í fyrra alfarið við verkefnum tengdum póstþjónustu af Póst- og fjarskiptastofnun (nú Fjarskiptastofu).

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 9. ágúst 2022.

Breytingar á umferðarlögum

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 . Frumvarpinu er ætlað að veita EES-gerðum, sem til stendur að taka upp í EES-samninginn, nauðsynlega lagastoð, samhliða því að fella brott ósamrýmanleg ákvæði í gildandi löggjöf og tryggja að hún falli að þjóðréttarlegum skuldbindingum.

Einnig kemur til skoðunar að gera aðrar smærri breytingar, s.s. til að fylgja eftir tillögum starfshóps um smáfarartæki.

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 29. júlí 2022.

Breytingar á lögum farþega- og farmflutninga

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017. Frumvarpinu er ætlað að tryggja lagastoð til innleiðingar á samevrópskum reglugerðum er snúa að farmflutningum milli ríkja á ökutækjum yfir 2,5 tonn að heildarþyngd. Einnig er til skoðunar að gera breytingar til einföldunar á leyfafyrirkomulagi skv. lögunum.

Frestur til að skila umsögn í samráðsgátt er til og með 27. júlí 2022.