Könnunin var framkvæmd 12. til 19. ágúst s.l. og vekur það sérstaka athygli að fylgi Pírata hrapar niður um 3% en þeir ákváðu í kosningu í s.l. viku að hafna lýðræðislegri kosningu um Orkupakka ESB. Og mikil ólga og óánægja er á meðal margra flokksmanna Pírata um þá ákvörðun og hafa fyrrum flokksmenn þeirra m.a. sagt skilið við flokkinn opinberlega á netmiðlum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,1% og er það óbreytt frá mælingu MMR í júlí. Fylgi Samfylkingar mældist 16,8% og jókst um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3%
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,8%, samanborið við 40,3% í síðustu könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,1% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,0% og mældist 12,4% í síðustu könnnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,5% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,4% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,3% og mældist 9,9% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,1% og mældist 6,8% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,9% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.
Þróun yfir tíma
Stuðningur við ríkisstjórnina