• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 9. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Forsætisráðherra tók við yfirlýsingu kvennasamtaka um að uppræta verði ofbeldi gegn konum og stúlkum

ritstjorn by ritstjorn
19. ágúst 2021
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í dag á móti yfirlýsingu um að uppræta verði kynbundið og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúlkum. Yfirlýsingin var afhent forsætisráðherra með rafrænum hætti að loknum heimsfundi kvennasamtaka og aðgerðarsinna sem berjast gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Í yfirlýsingunni kemur fram ákall til stjórnvalda um heim allan, alþjóðastofnana og samtaka um að taka höndum saman með þolendum og aðgerðasinnum og byggja á þeirra reynslu þegar kemur að aðgerðum og stefnumótun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Kvennasamtökin segja í yfirlýsingunni að kynbundið ofbeldi afmarkist ekki við heimsfaraldur COVID-19 heldur sé viðvarandi samfélagslegur vandi sem eigi sér stað innan sem utan heimila.

Forsætisráðherra sagði yfirlýsinguna mjög gagnlega. Frjáls félagasamtök og aðgerðasinnar séu leiðandi afl í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og hafi í mörgum samfélögum verið brautryðjendur í að veita þolendum vernd og ráðgjöf.  Mikilvægt sé að hlúa að starfsemi samtakanna og hlusta á sjónarmið þeirra við mótun úrræða og stefnumótun á málefnasviðinu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

„Við eigum enn langt í land með að útrýma kynbundnu ofbeldi. Átakanlegt hefur verið að fylgjast með því bakslagi sem orðið hefur í jafnréttismálum á alþjóðavísu á síðustu árum. Sú grafalvarlega staða sem nú er í Afganistan, þar sem réttindi kvenna og stúlkna eru í mikilli hættu, er áminning til alþjóðasamfélagsins um að halda sjónarmiðum jafnréttis og kvenfrelsis á lofti.”

Heimsfundur kvennasamtaka og aðgerðarsinna er hluti af Reykjavík dialogue sem er helgað baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Annars vegar var um að ræða alþjóðlega ráðstefnu frá 16.-17. ágúst og hins vegar heimsfund aðgerðasinna og kvennasamtaka frá 17.-18. ágúst.

Yfirlýsing heimsfundar kvennasamtaka

Discussion about this post

  • Laxeldisstöð sektuð um 21,6 milljón fyrir dýraníð

    Laxeldisstöð sektuð um 21,6 milljón fyrir dýraníð

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tálmunarofbeldi mæðra

    209 shares
    Share 209 Tweet 0
  • Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er alger klikkun – 500.000 krónur fyrir venjulegt fólk á ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?