2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Stuðningsmenn Foreldrajafnréttis hvattir til að heita á hlauparana

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Foreldrajafnrétti hvetjur alla stuðningsmenn Foreldrajafnréttis til að heita á hlauparana þeirra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardag. Með þeim styrkjum sem safnast verða framleidd fleiri upplýsingamyndbönd um málefnið, að því er fram kemur á síðu félagsins.

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Hér er hægt að heita á hlauparana sem hlaupa fyrir félagið.