Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem sett hafa verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Til að auka skýrleika laganna er í frumvarpinu lagt til að markmiðsákvæði verði bætt við ákvæði núgildandi laga auk ákvæða um nýtingu hættusvæða og eftirlit. Í framkvæmd hefur m.a. verið litið svo á að eftirlit með skipulögðum skíðasvæðum sé á ábyrgð rekstraraðila. Þá eru lögð til ákvæði um að hættusvæðum verði skipt í áhættuflokka og um endurskoðun hættumats. Í þeim tilgangi að tryggja enn frekar framfylgd laganna er lagt til að kveðið verði á um heimild til álagningu sektar vegna nýtingar húseigna á skilgreindum hættusvæðum.
Á þetta við eignir sem keyptar hafa verið upp, eða sem hafa verið teknar eignarnámi sé dvalið í þeim utan heimils nýtingartíma eða ekki brugðist við fyrirmælum lögreglu um rýmingu. Að lokum eru lagðar til breytingar til gæta samræmis við ákvæði laga um almannavarnir, sem hafa tekið breytingum.
Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar en 2. október nk.
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997