Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag og á morgun eru suðlægar áttir ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri, einkum sunnan og vestantil en einnig má gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi. Þá er hlýtt miðað árstíma og spár gera ráð fyrir allt að 18 stiga hita norðaustantil í dag og á morgun.
Spár gera ráð fyrir áframhaldandi lægðagangi í kringum landið eftir miðja viku, en engin lægðanna virðist sérlega haustleg.
Veðuryfirlit
500 km S af Hvarfi er allvíðáttumikil 987 mb lægð sem þokast NE, en dálítið lægðardrag er norðaustur af Hvarfi. 250 km suður af Reykjanesi er 1007 mb lægðardrag sem mjakast N. Milli Íslands og Noregs er 1024 mb hæðarhryggur sem mjakast A.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestanátt, víða 13-18 m/s við suðvestur- og vesturströndina í fyrstu annars suðlæg átt, 5-13 m/s. Lægir heldur á morgun. Allvíða rigning, en þurrt norðaustantil fram undir kvöld og rigning með köflum þar á morgun. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-13 m/s, en 5-10 í dag og á morgun. Skýjað og rigning öðru hverju, hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis sunnan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 5-13, hvassast syðst. Skúrir, en þurrt og bjart suðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig, mildast á Suðausturlandi.
Á föstudag (haustjafndægur):
Suðvestan 5-13, hvassast norðvestantil. Skýjað en þurrt að kalla vestanlands, en bjart fyrir austan. Hiti 7 til 12 stig.
Á laugardag:
Vaxandi suðvestanátt með talsverðri rigningu vestantil og hlýnandi veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir að kólni hratt í vestan- og norðvestanátt með úrkomu vestan- og norðanlands.