Karlmaður um þrítugt lést eftir hátt fall á Kirkjufelli í Grundarfirði. Maðurinn var erlendur ferðamaður. RÚV greindi frá.
Maðurinn var kominn hátt í fjallið þegar hann féll. Hann var þar ásamt hópi ferðamanna. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að maðurinn féll en fallið var talsvert, minnst tíu metrar og lést maðurinn samstundis.
https://gamli.frettatiminn.is/19/10/2022/alvarlegt-slys0/
Umræða