3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Al­var­legt slys

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er við Kirkju­fell í Grund­arf­irði þar sem til­kynnt var um slys í fjall­inu um fimmleytið.

„Það eina sem ég get sagt er að að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út vegna slyss í Kirkju­felli við Grund­ar­fjörð. Þyrl­an var á baka­leiðinni frá verk­efni á Þórs­höfn og er vænt­an­leg á staðinn eft­ir tæp­an hálf­tíma, eða um hálf­sex­leytið,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar í viðtali við mbl.is sem birti fyrst frétt af málinu.

Björg­un­ar­sveit­ir voru þegar kallaðar út um hálf fjög­ur vegna slyss­ins og standa aðgerðir við fjallið enn yfir. Að sögn Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar er mik­ill viðbúnaður við fjallið. Heim­ild­ir mbl.is herma að um mjög al­var­legt slys sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum er um að ræða erlendan karlmann sem var á gögnu í fjallinu sem lenti í slysinu.