Hugleiðingar veðurfræðings
Það dregur nú smám saman úr vindi á landinu en það bætir jafnframt í úrkomu. Á morgun verður áframhaldandi suðaustlæg átt, allhvass vindur eða strekkingur og rigning, og á svæðinu frá Eyjafjöllum og austur í Suðursveit má búast við talsverðri úrkomuákefð. Á Norðurlandi verður hins vegar lengst af þurrt. Milt í veðri. Lægir vestanlands seinnipartinn.
Um helgina er svo útlit fyrir rólegt veður, hægur vindur víðast hvar og stöku skúrir. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 19.10.2023 15:58. Gildir til: 20.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 13-23 m/s, hvassast um landið suðvestanvert, en dregur smám saman úr vindi. Víða rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi.
Suðaustan 10-18 á morgun og sums staðar talsverð rigning sunnanlands. Lægir vestantil seinnipartinn. Hiti 6 til 12 stig. Spá gerð: 19.10.2023 15:48. Gildir til: 21.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s og dálitlar skúrir, en lengst af bjartviðri á Norðurlandi. Hiti 3 til 9 stig. Hægari síðdegis og kólnar.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast suðvestantil.
Á mánudag:
Sunnan 3-10 og væta með köflum, en bjart að mestu austanlands. Hiti 1 til 8 stig yfir daginn.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustan- og austanátt og lítilsháttar væta, en þurrt á Norðurlandi. Hlýnar lítillega.
Spá gerð: 19.10.2023 08:38. Gildir til: 26.10.2023 12:00.