Helstu tíðindi frá lögreglu frá klukkan 05:00 til 17:00 eru að eitthvað var um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi , lögreglan afgreiddi það á vettvangi og eitthvað var tilkynnt um veikindi þar sem aðstoð lögreglu þurfti við
81 mál voru bókuð í LÖKE
Kl. 10:06 Tilkynnt um innbrot, þjófnað og skemmdarverk á bifreið í hverfi 101, gerandi ókunnur
Kl. 10:24 Ökumaður stöðvaður í hverfi 108, við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum
Kl. 09:30 Tilkynnt um vopnað rán í verslun í hverfi 109, ræninginn tæmdi peningaskáp sem hafði að geyma uppgjör gærdagsins , málið í rannsókn
Kl. 14:56 Ökumaður stöðvaður í hverfi 200, við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum
Kl. 08:27 Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 112, ekið á barn á reiðhjóli, minniháttar meiðsli , til öryggis var barnið flutt með sjúkrabifreið til á bráðamóttöku til frekari skoðunar
Kl. 14:15 Ökumaður stöðvaður í hverfi 112, við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum