Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hægur vindur og víða léttskýjað framan af degi, og frost yfirleitt á bilinu 2 til 10 stig. Snýst í vaxandi suðaustanátt eftir hádegi og þykknar upp með stöku éljum sunnantil á landinu. Suðaustan 10-18 m/s í kvöld og rigning eða snjókoma með köflum sunnan og vestanlands, en heldur hægari vindur og þurrt að mestu fyrir norðan. Það hlýnar með deginum, hiti um og yfir frostmarki seint í kvöld. Lægir og dregur úr úrkomu í nótt, en fer aftur að rigna sunnan- og suðaustanlands í fyrramálið. Snýst í vaxandi norðanátt síðdegis á morgun með snjókomu, slyddu eða rigningu um landið norðan- og austanvert, en styttir víða upp sunnan heiða.
Veðurhorfur á landinu
Fremur hæg suðlæg átt og víða léttskýjað, frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt eftir hádegi og þykknar upp með stöku éljum S-til. Suðaustan 10-18 m/s í kvöld og rigning eða snjókoma með köflum S- og V-lands, en heldur hægari og þurrt að mestu fyrir norðan. Hlýnandi, hiti um og yfir frostmarki seint í kvöld.
Lægir og dregur úr úrkomu í nótt, en fer aftur að rigna S- og SA-lands í fyrramálið. Snýst í vaxandi norðanátt síðdegis á morgun með snjókomu, slyddu eða rigningu um landið N- og A-vert, en styttir víða upp sunnan heiða. Spá gerð: 19.11.2020 05:14. Gildir til: 20.11.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan og austan 5-10 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Snýst í vaxandi norðanátt síðdegis með snjókomu, slyddu eða rigningu um landið N- og A-vert, en styttir upp S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum á N-landi.
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 15-20 um landið A-vert, annars hægari vindur. Snjókoma eða rigning N-lands, en þurrt að kalla sunnan heiða. Dregur úr úrkomu og lægir eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil él við S-ströndina. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og þurrt að kalla, frost 1 til 9 stig. Dálítil rigning eða slydda með S-ströndinni og hiti 0 til 4 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálitlum éljum víða um land.
Spá gerð: 18.11.2020 20:55. Gildir til: 25.11.2020 12:00.